Framkvæmd markaðseftirlits

Markaðseftirlit af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er framkvæmt á eftirfarandi hátt:

Árlega er gerð áætlun um skoðun ákveðinna tegunda byggingarvöru. Almennt er  áætlunin gerð fyrrihluta árs og stefnt að því að skoðun fari fram um mitt sama ár. Skoðanir vegna markaðskannana af þessum toga eru unnar af óháðum faggiltum skoðunarstofum.

Brugðist er við rökstuddum ábendingum neytenda, fagaðila eða byggingarfulltrúa um ófullnægjandi byggingarvörur, tilkynningum um vörur sem ekki eru CE merktar og ábendingum vegna vöru sem ber ekki þá sérstöku vottun/umsögn sem áskilin er. Skoðanir af þessum toga gagnvart einstökum framleiðanda eru yfirleitt unnar þannig að stofnunin hefur samband við viðkomandi seljanda og kannar réttmæti máls. Ef tekin er ákvörðun um frekari skoðanir í framhaldi af slíkri könnun, er sú skoðun unnin af faggiltri skoðunarstofu.

Stofnunin tekur þátt í sameiginlegu evrópsku átaki sem fram fer á vegum Samtaka evrópskra markaðseftirlitsstofnana, þar sem ástand tiltekinnar byggingarvöru er kannað samtímis á öllum innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. Skoðanir vegna markaðskannana af þessum toga eru unnar af óháðum faggiltum skoðunarstofum.